Vistunartími barna

Gerður er gagnkvæmur samningur um vistunartíma barns á Dvalarsamningi sem undirritaður er af foreldri og leikskólastjóra við upphaf leikskólavistar.

Ef einhverra hluta vegna þarf að breyta vistunartíma barns þarf að gera það á Rafrænni Reykjavík. Allar breytingar á vistunartíma skulu gerðar með mánaðar fyrirvara.

Geta má þess að vinnutímafyrirkomulag starfsmanna er unnið eftir vistunartíma barnanna, foreldrar eru því beðnir um að virða keyptan vistunartíma.

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á Dvalarsamningi er einn mánuður og miðast þá við fyrsta hvers mánaðar.