Útinám

Markmið með útinámi er að opna augu barnanna fyrir fjölbreytileika náttúrunnar og læra að njóta hennar.  Börnin læra að umgangast umhverfið að virðingu og fylgjast með árstíðarskiptum. Við förum í vettvangsferðir um nágrennið og gerum ýmis verkefni sem tengjast umhverfsimennt.  Samvinna er einnig stór þáttur í útinámi og við njótum þess að vera saman úti.

Á yngri deildum fara deildirnar saman í útinám einu sinni í viku, þær eiga sitt rjóður í nágrenninu sem þær heimsækja.
Á eldri deildum fer hver hópur einu sinni í viku með hópstjóra í vettvangsferð/útinám.