Nordplus

Nú tekur leikskólinn þátt í Nordplus samstarfsverkefni 2016-2018 ásamt Sviþjóð, Eistlandi og Noregi. Verkefnið heitir The World of storytelling. Markmiðið er meðal annars að syðja og efla læsi. Auka orðaforða, orðskilning, framsögn og hlustun. Við vinnum með eina bók frá hverju landi á hverri önn. Allir skólarnir byrja að vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum. Sagan er lesin unnið með hana á ýmsan hátt, orðskilning, myndlist og fl. Við verðum í sérstöku samstarfi við Árbæjarbókasafn, sem er þegar búið að heimsækja okkur og lesa bókina fyrir börnin.

 IMG 0328  IMG 7763

 

Leikskólinn tekur þátt í tveggja ára samstarfsverkefni 2012-2014 ásamt Svíþjóð, Eistlandi og Litháen. Verkefnið ber yfirskriftina stærðfræði og vísindi í útinámi. Ákveðið var að nota vatnið sem þema fyrra árið. Börnin munu því í auknu mæli vinna og leika með vatn í útikennslu og hópastarfi næstu misseri.

Við höfum nú þegar byrjað að safna verðlausu efni í vatnsleiki og rannsóknarvinnu. Ef þið lumið á brúsum, trektum, mæliglösum, rörabútum, svömpum, eða einhverju öðru spennandi, þá yrðum við mjög glöð.

Búin var til bloggsíða þar sem myndir, videó og skráningar frá starfinu með börnunum eru settar inn. Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á: www.movingoutdoor.blogspot.com

Verkefnið er styrkt af Nordplus.

DSC06459__Small_.JPG

Við höfum lagt áherslu á að börnin upplifi vatnið á sem fjölbreyttastan hátt í vetur!