Pétur dansar.

 

:,: Hafið aldrei séð hann Pétur dansa?
:,:
Hann dansar bæði rokk og ræl
og hann vindur sér á tá og hæl.
Og það var einn. (Börnin setja
hægri hönd á kinn)
Og það var tveir. (Vinstri hönd á
kinn)
Og það var þrír. (Hægra hné á
gólf)
Og það var fjórir. (Vinstra hné á
gólf)
Og það var fimm. (Hægri olnbogi í
gólf)
Og það var sex. (Vinstri olnbogi í
gólf)
Og það var sjö. (Enni snertir gólf)
Og það var átta. (Allir leggjast á
magann)
(Börnin leiðast og ganga í hring.
Þegar kemur að “Hann dansar bæði..”
þá er stoppað og fótunum sveiflað til
skiptis með hendur á mjöðmum,
síðan er undið )

Í grænni lautu.

 

Í grænni lautu,
þar geymi ég hringinn,
sem mér var gefinn
og hvar er hann nú?
Sem mér var gefinn
og hvar er hann nú ?
Lag: Danskt.
Ljóð: Steingrímur Arason.

Í rigningu ég syng.

 

Í rigningu ég syng,
í rigningu ég syng.
Það er stórkostlegt veður,
mér líður svo vel.
Armar fram og armar að.
Tjutti tja, tjutti tja, tjutti tja tja.
Lag: I´m singing in the rain.
Lýsing:
Lagið endurtekið og lið 2 bætt við síðan
lið 3 o.s.frv.
2. Beygja hné.
3. Rassinn út.
4. Inn með tær.
5. Hakan upp.
6.Út með tungu.

Tvö skref til hægri.

 

Tvö skref til hægri
og tvö skref til vinstri.
Beygja arma, rétta arma,
klappi, klappi, klapp.
Hálfan hægri hring,
hálfan vinstri hring.
Hné og magi, brjóst og enni,
klappi, klappi, klapp.
 

Höfuð, herðar, hné og tær.

 

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og
tær.
Höfuð, herðar, hné og tær, hné og
tær,
augu, eyru, munnur og nef,
höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.
Lag og ljóð: Hermann Ragnar Stefánss.
Leiklýsing:
Börnin snerta alla þá líkamshluta sem
þau syngja um, síðan er sungið
hraðar og
hraðar, enginn má ruglast. Einnig má
enda með því að syngja mjög hægt.