Klukkan slær

 

Ding, dong, diggi, diggi, dong
diggi, diggi, dong heyr klukkan slær.
Ding, dong, diggi, diggi, dong,
diggi, diggi ding, dang, dong.

Á sandi byggði

 

:,: Á sandi byggði heimskur maður hús:,:
og þá kom steypiregn.
:,: Og þá kom steypiregn og vatnið óx og
óx:,:
og húsið á sandinum féll.
:,:Á bjargi byggði hygginn maður hús:,:
og þá kom steypiregn.
:,: Og þá kom steypiregn og vatnið óx og
óx:,:
og húsið á
bjargi
stóð fast.

Máninn hátt á himni skín

 

Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Viðlag:
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt við dansinn stígum.
Dunar ísinn grár.
Viðlag:
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi,
blaktir líf í tíð.
Viðlag:
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.

Snæfinnur snjókarl

 

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
"Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,"
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.
En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hans:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
-uns hann leit í sólskinið.
Snæfinnur snjókarl
snéri kolli himins til,
og hann sagði um leið:
"Nú er sólin heið
og ég soðna, hér um bil."
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp
inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.
Svo hljóp hann einn,
-var ekki seinnog
alveg niðrá torg,
og með sæg af börnum söng hann lag
bæði í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein
árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.

Krakkar minir komið þið sæl

 

Krakkar mínir, komið þið sæl,
hvað er nú á seyði?
Áðan heyrði ég eitthvert væl
upp á miðja heiði.
Sjáið þið karlinn, sem kemur þarna
inn,
kannske það sé blessaður
jólasveinninn minn.
Ég hef annars sjaldan séð
svona marga krakka.
Eitthvað kannske er ég með
sem ekki er vont að smakka.
Blessaður karlinn, já, komdu hérna
inn,
hvað er þarna í pokanum,
jólasveinninn minn?
Það fáið þið seinna að sjá,
-82-
svona, engin læti!
Ég er komin fjöllum frá
og fæ mér bara sæti.
Segðu okkur, góði, hvað sástu í
þinni ferð?
Seinna máttu gefa okkur
dáldinn jólaverð.