Hagnýtar upplýsingar

 • Aðlögun

  Að byrja í leikskóla - aðlögun

  Það er stórt skref að byrja í leikskóla.  Börn þurfa mislangan tíma til að aðlagast nýju umhverfi og kynnast starfsfólki og öðrum börnum. Foreldrar fá aðlögunaráætlun þegar barnið byrjar.  Reiknað er með viku í aðlögun en hún getur tekið mislangan tíma, sum börn þurfa styttri tíma meðan önnur þurfa lengri. Með því að gefa sér góðan tíma í aðlögunina fær foreldrið einnig tækifæri til að kynnast starfsfólki leikskólans, húsnæðinu og  leikskólastarfinu. Þegar barnið er orðið öruggt og leitar til starfsmanna teljum við aðlögun sé lokið.

  AðlögunAðlögun_2017.pdf_2017.pdf

  docxTo_start_presc.docx

  pdfVelkomin_á_Blásali.pdf

  Lesa >>

 • Leikskóladagurinn

   

   Dagskipulag

  07:30   Leikskólinn opnar, tekið er á móti börnunum á yngri kjarna.

  08:00   Börnin fara hver á sína deild með starfsmanni.

  08:30   Morgunmatur.

  09:00   Samverustundir, hópastarf/leiksktund, útinám, ávaxtastund. 

  09.45/10.15   Útivera 

  11.15/11:45   Hádegismatur (yngri, eldri)

  11:45/12:30   Hvíld (yngri/eldri)

  13:00   Frjáls leikur, börnin vakna, róleg stund.

  14:45   Nónhressing.

  15:30   Frjáls leikur/útivera.

  17:00   Leikskólinn lokar.

  Lesa >>

 • Lyfjagjöf í leikskólanum

  Ef barn þarf að taka lyf er æskilegst að það sé gert heima, undanskilin eru þó bráðalyf eins og t.d. asmalyf.

  Foreldrar eru hvattir til að fá ávísað lyfi sem taka má tvisvar á sólahring, þannig er hægt að gefa barni það heima áður en komið er í leikskólann og svo eftir að leikskóladegi líkur.

  Trúnaðarlæknir barna í leikskólum Reykjavíkurborgar er Katrín Davíðsdóttir.

  Lesa >>

 • Vistunartími barna

  Gerður er gagnkvæmur samningur um vistunartíma barns á Dvalarsamningi sem undirritaður er af foreldri og leikskólastjóra við upphaf leikskólavistar.

  Ef einhverra hluta vegna þarf að breyta vistunartíma barns þarf að gera það á Rafrænni Reykjavík. Allar breytingar á vistunartíma skulu gerðar með mánaðar fyrirvara.

  Geta má þess að vinnutímafyrirkomulag starfsmanna er unnið eftir vistunartíma barnanna, foreldrar eru því beðnir um að virða keyptan vistunartíma.

  Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á Dvalarsamningi er einn mánuður og miðast þá við fyrsta hvers mánaðar.

  Lesa >>

 • Veikindi barna

  Ef börn eru veik, eða með smitsjúkdóma eiga þau að vera heima þar til veikindum lýkur.

  Foreldrar eru beðnir um að tilkynna forföll í leikskólann. 

  Veikist barn í leikskólanum er foreldrum tilkynnt um það.

  Lesa >>

 • Fatnaður barna í leikskólanum

  Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér viðeigandi fatnað í leikskólann sem miðast þá við veðurfar hverju sinni. Mikil áhersla er lögð á að barnið geti tekið þátt í þeirri starfsemi sem leikskólinn býður upp á bæði úti og inni.

  Hafa skal í huga að unnið er með ýmis efni s.s. málningu sem gæti farið í fatnað barnanna og því ættu þau að vera klædd samkvæmt því. Einnig er nauðsynlegt að þau hafi auka klæðnað ef einhver óhöpp verða.

  Að lokum skal ítreka nauðsyn þess að merkja allan fatnað vel og vandlega til að koma í veg fyrir að hann glatist eða ruglist saman við fatnað annarra barna

  Lesa >>

 • Hver er opnunartími leikskólans?

  Opið er alla virka daga frá 07:30 - 17:00 og eru foreldrar beðnir um að virða umsaminn vistunartíma.

  Lesa >>

 • Velkomin í leikskólann

  Leikskólinn er opinn frá 07:30 - 17:00 alla virka daga og geta börn dvalið þar í 4 til 9 klukkustundir. Þegar barn byrjar í leikskólanum, er gerður dvalarsamningur sem undirritaður er af foreldri/forráðamanni og leikskólastjóra. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við mánaðarmót. Skipulags- og námskeiðsdagar eru 6 á ári og þá er leikskólinn lokaður.

  Áður en leiksóladvöl hefst, er gert ráð fyrir aðlögunartíma þar sem foreldrar fylgja barninu fyrstu skrefin í nýjum heimi í a.m.k. fimm daga (sjá nánar aðlögunaráætlun). Foreldrar sem ekki tala íslensku eiga rétt á aðstoð túlks.

  Þegar búið er að staðfesta leikskólavist í leikskólanum og fá ákveðna dagsetningu, hefst aðlögunin. Aðlögunin er í viku tíma en það fer eftir aldri og þroska barnsins hversu nákvæmlega er farið eftir aðlögunaráætluninni. Foreldrar og deildarstjóri setjast niður í aðlögunarvikunni og skiptast á upplýsingum. Mikilvægt er að barnið fái tækifæri á að kynnast nýjum stað og nýju fólki með foreldrana sér við hlið. Foreldrar fá einnig tækifæri á að kynnast starfsfólki og börnum. Foreldrið dregur sig í hlé og leyfir barninu að spreyta sig í samskiptum við börnin eftir því sem við á. 

   

  Lesa >>