Eldhús

pearsStefna okkar varðandi máltíðir og næringu, er að kaupa inn ferskt grunnhráefni og útbúa okkar rétti á staðnum. Þannig getum við verið viss um að engin óæskileg viðbótarefni séu í matnum.

Afmælisveislur eru ekki hafðar með áherslu á mat heldur barnið sjálft en það fær að bjóða popp eða saltstangir sem leikskólinn sér um. Einnig geta foreldrar komið með ávexti sem barnið fær að bjóða upp á á sinni deild.

Alltaf er boðið upp á ávexti með morgunmat á eldri deildum og ávaxtastund er á morgnanna á yngri deildum. Vatn er með mat og milli mála en mjólk með morgunmat og síðdegishressingu.

Unnar matvörur eru í algjöru lágmarki boðið er upp á pylsur 2var á ári..

Mánaðarlegur matseðill er gefinn út þar sem greint er frá hádegismat og morgunmat.

Morgunmatur
Morgunmatur er á boðstólnum á milli kl. 08:30 – 09:00, ef barnið á að fá morgunmat í leikskólanum er mikilvægt að koma fyrir kl. 09:00. Boðið er upp fjölbreyttan morgunmat t.d. morgunkorn, brauð og mjólkurmat eða hafragraut.Öllum börnum er ávalt boðið upp á lýsi og ávexti.

Hádegismatur
Í hádeginu er boðið upp á hollan og góðan heimilismat.

Síðdegishressing
Í síðdegishressingu er boðið upp á brauð/hrökkbrauð, álegg og mjólk.