Gula deild

Gula deild er önnur af yngri deildum leikskólans. Þar eru 19 börn á aldrinum 1-3 ára.
Deildarstjóri er Jóhann Guðrun Jónsdóttir
Símatími deildarstjóra er á miðvikudögum.

pdfVikuskipulag fyrir 14.-25. janúar 2013

Dagskipulag
07:30 Leiksólinn opnar
08:30-9:00 Morgunmatur
09:00–9:20 Frjáls leikur
09:30–9:45 Samverustund
09:45-10:15 Hópastarf
10:15-11:30 Útivera
11:30-11:45 Samverustund
11:45-12:20 Hádegisverður
12:20-13:00 Hvíld
13:10-14:30 Útivera/frjáls leikur
14:30-14:50 Samverustund
15:00-15:20 Nónhressing
15:20-16:30 Frjáls leikur/val/útivera
16:30 Ávaxtatími
17:00 Leikskólinn lokar

Dagskipulag er einfalt, föst tímadagskrá sem barnið þekkir og treystir. Áhersla er lögð á að atburðarás sé í föstum skorðum.

Útivera er daglega
Í útiveru er markmiðið að örva hreyfiþroska barnanna og líkamlegt úthald, kenna þeim ýmislegt um náttúruna og að njóta hennar, þau læra leiki og síðast en ekki síst læra Þau að vera úti í öllum veðrum. Börnunum er hjálpað við að klæða sig sjálf og ákveða hvað þau eiga að fara í.

Samverustundir
Markmið er að njóta þess að vera saman í stórum hóp og skemmta sér saman. Börnin læra að þau þurfa að hlusta á aðra (bæði börn og fullorðna), læra söngva og þulur og ýmsa leiki. Þau læra að koma fram og tjá sig.

Hópastarf
Hópastarf er fastur liður í skipulagi leikskólastarfsins og eru þá börn á sama aldri saman í hóp allan veturinn ásamt starfsmanni. Þar er unnið að skipulögðum verkefnum sem taka á öllum þroskaþáttum. Verkefnin eru tengd árstíðinni eða því viðfangsefni/þema sem ákveðið hefur verið.