Aðlögun

Að byrja í leikskóla - aðlögun

Það er stórt skref að byrja í leikskóla.  Börn þurfa mislangan tíma til að aðlagast nýju umhverfi og kynnast starfsfólki og öðrum börnum. Foreldrar fá aðlögunaráætlun þegar barnið byrjar.  Reiknað er með viku í aðlögun en hún getur tekið mislangan tíma, sum börn þurfa styttri tíma meðan önnur þurfa lengri. Með því að gefa sér góðan tíma í aðlögunina fær foreldrið einnig tækifæri til að kynnast starfsfólki leikskólans, húsnæðinu og  leikskólastarfinu. Þegar barnið er orðið öruggt og leitar til starfsmanna teljum við aðlögun sé lokið.

Aðlögun_2017.pdf