Fatnaður barna í leikskólanum

Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér viðeigandi fatnað í leikskólann sem miðast þá við veðurfar hverju sinni. Mikil áhersla er lögð á að barnið geti tekið þátt í þeirri starfsemi sem leikskólinn býður upp á bæði úti og inni.

Hafa skal í huga að unnið er með ýmis efni s.s. málningu sem gæti farið í fatnað barnanna og því ættu þau að vera klædd samkvæmt því. Einnig er nauðsynlegt að þau hafi auka klæðnað ef einhver óhöpp verða.

Að lokum skal ítreka nauðsyn þess að merkja allan fatnað vel og vandlega til að koma í veg fyrir að hann glatist eða ruglist saman við fatnað annarra barna