Þorrablótið gekk vel og allir eru útlærðir um gamla tímann.
Þessi vika er tileinkuð tannvernd. Við höfum rætt tannheilsu, lesið bækurnar Karíus og Baktus og Emma fer til tannlæknis, hlustað á Glám og Skrám í Sælgætislandi og horft á myndband um litlu tannburstaprinsessuna.
Síðustu dagar hafa líka litast af undirbúningi fyrir öskudaginn . Á Rauðudeild keppast allir við að búa til trúðabúninga en kveikjan af trúða-þemanu kom þegar Sóldís og vinkonur hennar komust í rauða málningu í útiveru og máluðu á Sóldísi trúðanef. Börnin okkar hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig trúðar líta út og hvernig þeir haga sér. Þau eru t.d. öll sammál um trúðar séu með rauð nef. Allir hafa því búið til rautt nef að undanskyldum Ara sem vildi hafa sitt bleikt. Börnin hafa líkað málað boli í skærum litum og sumir hafa valið að búa til allskonar aukahluti eftir áhuga og getu. Símon Logi fékk til dæmis leikskólastjórann í lið með sér og sniðu þau og saumuðu buxur á drenginn. Hópurinn kom líka með þá uppstungu að hafa diskóljós á ballinu, það væri mjög trúðalegt. Aglýsum hér með eftir diskóljósum!
Á morgun er dagur leikskólans. Við höldum hann hátíðlegan með leiksýningu og dótadegi.
Minnum á myndasíðuna okkar.
Kveðja frá öllum á Rauðu