Þessa vikuna höfum við einbeitt okkur að græna litnum. Þau máluðu t.d. stórt samvinnuverkefni þar sem þau blönduðu saman bláum og gulum lit og sáu að útkoman var græn. Ungahópur fór nú í sull í vikunni. Í dag var svo grænmeti í boði í söngstund í salnum.
Fréttir frá Gulu
Þorrablótið
Þorrablótið á föstudaginn var mjög skemmtilegt. Í söngstund í salnum voru sungin vetraþorralög, smakkað hákarl og harðfisk og spjallað um lífið í gamla daga. Börnin fengu síðan ekta íslenskan þorramat í hádeginu. Þau fengu m.a. sviðasultu, slátur, harðfisk og grjónagraut. Þau voru sérstaklega dugleg að smakka matinn:)
Vikan 12.-16. janúarffff
Það hefur verið nóg um að vera í þessari viku. Þessar vikurnar erum við með litaþema og þessa viku er gulur tekinn fyrir. Við höfum málað mörg listaverk með gulum lit og rætt um litinn meðal annars í samverustund. Í dag komu mörg börn í fötum sem voru með gulan lit.
Við erum einnig byrjuð að mála og líma ull á víkingakórónur sem við munum vera með á þorrablótinu á föstudaginn eftir viku:)
Þótt það sé búið að vera mjög kalt úti þá hafa börnin fundist mjög gaman að renna sér á snjóþotum í snjónum.
Núna eru svo börnin farin að fara aftur í sullið eftir ,,sulljólafrí:)"
Jólaballið
Jólaballið í gær var mjög skemmtilegt. Við byrjuðum á hópmyndatöku og síðan var dansað í kringum jólatréð. Þegar við vorum búin að syngja nokkur lög mætti skyrgámur á svæðið og heilsaði upp á okkur. Hann söng með okkur, sagði brandara og gaf okkur mandarínur úr pokanum sínum. Við fengum síðan hangikjöt og meðlæti í hádegsmat.
Jólalög
Það sem er helst að frétta frá Guludeildinni er að við erum að æfa jólalögin á fullu í samverustundum. Það er gaman að segja frá því að við fengum afleysingjakennara í vikunni sem sat hjá börnunum í samverustund sem hafði orð á því hvað börnin væru sérstaklega dugleg að syngja og taka þátt í tímanum.