Við á Grænu deild erum á fullu að undirbúa |
Við á Grænu deild erum á fullu að undirbúa |
Við erum búin að vera undirbúa jólin á fullu og allt að verða klárt. Við höfum sem sé að mestu æft fínhreyfingarnar inni í jólaföndri og grófhreyfingarnar úti eftir hádegi í snjónum. Ævintýrahópur fór í morgun út með heitt kakó og piparkökur, sem þau snæddu með bestu lyst í Gullkistunni. Á fimmtudaginn eru Snillingarnir með skemmtun fyrir foreldra sína, sem byrjar stundvíslega kl.15:00. Jólaballið er núna á föstudaginn fyrir börnin og gott væri ef þau gætu verið mætt um 9:30.
Jóla-Kveðjur frá Grænudeild :-)
Foreldrafundur var haldinn í vikunni og var sæmileg mæting frá Grænudeild. Á fundinum ræddu foreldrar deildarinnar um að gaman væri að hittast 1x í mánuði utan leikskólans. Var okkur þá boðið að fara á hestbak núna á laugardaginn kl.16:30 hjá einu foreldri sem vinnur hjá Íshestum (http://ishestar.is/). Takk kærlega fyrir gott boð! J Einnig var rætt um að hittast hér á leiksvæði leikskólans annan laugardag í mánuði og er það þá næst laugardaginn 9.nóv.
Öll börnin skemmtu sér konunglega í snjónum sem kom í vikunni. Í dag var bleikur föstudagur til stuðnings krabbameins-baráttunni og var gaman að sjá bæði börn, foreldra og kennara skarta bleiku í tilefni dagsins.
Kveðjur frá Grænudeild
Hér á Grænudeild er búið að vera nóg að gera. Við fengum frábæra vini í hópinn, bæði frá öðrum leikskólum og Bláudeildinni. Við erum búin að leggja áherslu á frjálsa leikinn, bæði inni og úti, á meðan allir voru að kynnast. Við erum búin að taka upp kartöflurnar okkar og tína rifsber sem eldhúsið sultaði fyrir okkur. Okkur þótti þetta mjög skemmtilegt og fróðlegt.
Fastir hópatímar eru að byrja og eru áherslur fyrstu tímanna að börnin læri að þekkja hópinn sinn, kennarann og gildandi reglur. Það eru alltaf söngstundir á föstudögum kl.9:30 og í síðustu viku komu harmonikkuleikararnir Guðrún og Björn Ólafur í söngstund og spiliðu nokkur skemmtileg þjóðlög eins og Kátir voru karlar og Skósmíðalagið (tvö skref til vinstri...). Við skemmtum okkur rosalega vel og vildum helst fá að heyra meira.
Í mars er þemað hollt og gott. Þá ræðum við um tannhirðu og muninn á hollum og óhollum mat. Snillingarnir voru með Grænmetisstund fyrir allan leikskólann í einni söngstundinni. Þá skáru þau niður alls konar grænmeti og buðu börnunum að smakka. Þau sungu einnig fyrir okkur Grænmetisvísu-lagið og stóðu sig með prýði.
Við nutum góða veðursins í botn sl.þriðjudag og fóru Ævintýrahópur og Snillingarnir saman út að leika í hópatíma og svo borðuðum við einnig hádegismatinn úti á palli. Mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera alls konar spennandi tilraunir með vatnið, bæði í föstu og fljótandi formi. Það var til dæmis gerðar nokkrar uppgötvanir í vikunni. Vissuð þið að fata full af snjó er léttari en fata full af vatni eða sandi?! Vissuð þið líka að það er hægt að halda á snjóköku en ekki sandköku, því sandkakan brotnar!!!